Birkir Bjarnason er mættur til Katar til að semja við Al Arabi þar sem hann mun leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Í gærkvöld birtist mynd af Birki á flugvellinum í Doha sem má sjá hér fyrir neðan.

Birkir hefur verið án félags undanfarna mánuði eftir að hafa komist að samkomulagi við Aston Villa um starfslok en hann hefur einnig leikið með Basel, Sampdoria, Pescara, Standard Liege og Viking á atvinnumannaferlinum.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, meiddist á dögunum og verður frá næstu vikurnar og er Birki ætlað að fylla skarð hans á miðjunni hjá Al Arabi.

Birkir við komuna til Doha
Mynd/Twitter-síða Qatar Football Live