Rúnar Kristinsson á enn leikjametið í karlalandsliðinu en það er í verulegri hættu á næstu árum.

Birkir er að leika þriðja leik sinn fyrir Ísland á stuttum tíma og er nú næst leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi ásamt Birki Má.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að leika sinn 97. landsleik og jafnar með því Ragnar Sigurðsson í 4-5. sæti yfir flesta leiki fyrir A-landsliðið.