Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Ítalíu á ný. Samkvæmt La Gazetta dello Sport hefur Empoli áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Birkir hefur leikið með Aston Villa síðan í janúar 2017 en ekki átt fast sæti í byrjunarliði Birmingham-liðsins. Hann kom inn á sem varamaður í 1-3 sigri Villa á Hull City í 1. umferð ensku B-deildarinnar á mánudaginn.

Birkir lék á Ítalíu á árunum 2012-15, bæði með Pescara og Sampdoria. Hann lék alls 85 leiki á Ítalíu og skoraði 15 mörk.

Empoli er nýliði í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið mætir Cagliari í 1. umferð deildarinnar sunnudaginn 19. ágúst næstkomandi.

Birkir hefur leikið 70 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað níu mörk.