Fótbolti

Birkir gæti farið aftur til Ítalíu

Empoli hefur áhuga á því að kaupa landsliðsmanninn Birki Bjarnason.

Birkir í leiknum gegn Króatíu á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Eyþór

Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Ítalíu á ný. Samkvæmt La Gazetta dello Sport hefur Empoli áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Birkir hefur leikið með Aston Villa síðan í janúar 2017 en ekki átt fast sæti í byrjunarliði Birmingham-liðsins. Hann kom inn á sem varamaður í 1-3 sigri Villa á Hull City í 1. umferð ensku B-deildarinnar á mánudaginn.

Birkir lék á Ítalíu á árunum 2012-15, bæði með Pescara og Sampdoria. Hann lék alls 85 leiki á Ítalíu og skoraði 15 mörk.

Empoli er nýliði í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið mætir Cagliari í 1. umferð deildarinnar sunnudaginn 19. ágúst næstkomandi.

Birkir hefur leikið 70 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað níu mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Fótbolti

Glódís Perla skoraði í stórsigri

Fótbolti

Mark Svövu Rósar dugði skammt

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Auglýsing