Fótbolti

Birkir gæti farið aftur til Ítalíu

Empoli hefur áhuga á því að kaupa landsliðsmanninn Birki Bjarnason.

Birkir í leiknum gegn Króatíu á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Eyþór

Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Ítalíu á ný. Samkvæmt La Gazetta dello Sport hefur Empoli áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Birkir hefur leikið með Aston Villa síðan í janúar 2017 en ekki átt fast sæti í byrjunarliði Birmingham-liðsins. Hann kom inn á sem varamaður í 1-3 sigri Villa á Hull City í 1. umferð ensku B-deildarinnar á mánudaginn.

Birkir lék á Ítalíu á árunum 2012-15, bæði með Pescara og Sampdoria. Hann lék alls 85 leiki á Ítalíu og skoraði 15 mörk.

Empoli er nýliði í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið mætir Cagliari í 1. umferð deildarinnar sunnudaginn 19. ágúst næstkomandi.

Birkir hefur leikið 70 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað níu mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Fótbolti

Wenger boðar endurkomu sína

Auglýsing

Nýjast

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Meistararnir byrjuðu á sigri

Frábært ár varð stórkostlegt

Auglýsing