Sport

Birkir fékk treyjuna hjá Messi

Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, skipti á treyjum við Lionel Messi aðalstjörnu argentínska liðsins eftir leik liðanna í gær.

Birkir Bjarnason þakkar leikmönnum Argentínu fyrir leikinn. Fréttablaðið/Eyþór

Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, skipti á treyjum við Lionel Messi aðalstjörnu argentínska liðsins eftir leik liðanna í gær. 

Þetta kemur fram í færslu á Instagram-reikningi Þorgríms Þráinssonar, formanns landsliðsnefndar íslenska liðsins, sem birtist í kvöld. 

Birkir háði margar rimmur við Messi í leiknum, þá einkum og sér í lagi eftir að hann færði sig inn á miðsvæðið þegar Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli. 

Birkir lét Messi finna vel fyrir því líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins á meðan á leik stóð, en vel fór á með þeim eftir leikinn og Birkir fékk þennan góða minnisvarða um þennan sögulega leik. 

Myndina af Birki með treyjuna sem Messi spilaði í má sjá hér að neðan:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Tindastóll upp í pakkann á toppnum

Handbolti

Haukar juku forskot sitt í toppsætinu

Körfubolti

Njarðvík jafnaði nágranna sína að stigum

Auglýsing

Nýjast

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Valsmenn með pennann á lofti

Atli verður áfram í Kaplakrika

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Tvær FH-tíur tóku morgunæfingu í Kaplakrika

Auglýsing