Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son kylfingur úr GKG lék fyrsta hringinn á Open de Bretagne-mót­inu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni á 67 högg­um eða þrem­ur högg­um und­ir pari í gær en mótið fer fram í Frakklandi.

Birg­ir Leifur komst þar af leiðandi upp að hlið jafnaði Guðmund­ar Ágústs Kristjáns­son­ar en þeir eru jafnir í öðru sæti en Englendingurinn Robert Dinwiddie er í toppsætinu einu höggi á undan íslensku kylfingunum. 

Birg­ir Leif­ur hóf hringinn í gær vel en hann fékk þrjá fugla á fyrstu fjór­um hol­un­um. Hann fékk alls fimm fugla, tvo skolla og ell­efu pör á holunum átján. 

Ann­ar hring­ur­inn verður leik­inn í dag en eftir þann hring verður skorið niður og líklegt er að Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst komist í gegnum þann niðurskurð. Tveir síðustu hring­irn­ir verða svo spilaðir á laug­ar­dag og sunnu­dag. 

Mótið í Frakklandi er það fjórða á tímabilinu sem tekur Guðmundur Ágúst tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur þeirra og besti árangur hans er 51. sæti.

Þetta er aftur á móti þriðja mótið á tímabilinu hjá Birgi Leifi á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.