Golf

Birgir byrjar tímabilið í Kenía: Axel í biðstöðu

Áskorendamótaröðin í golfi hefst í Kenýa í næstu viku þar sem Birgir Leifur Hafþórssn verður meðal þátttakenda en Axel Bóasson er á biðlista með að komast inn á mótið.

Birgir reynir að lesa flötina á mótaröðinni í fyrra. Fréttablaðið/Getty

Birgir Leifur Hafþórsson, einn sigursælasti karlkyns kylfingur Íslands sem leikur fyrir hönd GKG, hefur leik á Áskorendamótaröðinni í golfi í næstu viku en mótið fer fram á Muthaiga-vellinum í úthverfi Naírobí, höfuðborg Kenýa.

Heitir mótið Barclays-mótið og er fyrsta mót ársins á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu en verðlaunaféið er hálf milljón evra. Fer mótið fram 22-25. mars.

Birgir Leifur sigraði á einu móti á mótaröðinni í fyrra í Frakklandi. Var það fyrsti sigur hjá íslenskum karlkylfing á næst efsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga.

Axel Bóasson, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi er fyrsti maður á biðlista inn á mótið en Axel sem leikur fyrir GK er með keppnisrétt á mótaröðinni í fyrsta sinn eftir frábæran árangur á Nordic Tour mótaröðinni í fyrra.

Með því að vinna stigatitilinn á Nordic Tour mótaröðinni vann Axel sér inn keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Ólafía Þórunn skaust upp töfluna

Golf

Ólafía komst í gegnum niðurskurð í 69. sæti

Golf

Ólafía komin á parið eftir annan hring

Auglýsing

Sjá meira Sport

Sport

Skallagrímur síðastur inn í úrslitakeppnina

Handbolti

Selfyssingum varð ekkert ágengt

Fótbolti

Sampson refsað fyrir ógnandi framkomu

Körfubolti

Taylor úrskurðaður í þriggja leikja bann

Körfubolti

Njarðvík skiptir um þjálfara

Crossfit

Með fiðrildi í maga af spennu

Auglýsing