Simone Biles, fimleikakona, mun keppa í lokakeppni í jafnvægisslá á morgun.

Það tilkynnti bandaríska Ólympíunefndin á Twitter í morgun. Þar segir að bæði Biles og Suni Lee muni keppa fyrir hönd liðsins.

Hætti keppni

Biles hætti keppni, eins og þekkt er orðið, í síðustu viku og sagðist ekki treysta sjálfri sér eins og áður.

„Þetta er svo stórt, þetta eru Ólympíu­leikarnir en í lok dags viltu geta gengið ó­studd út úr keppnis­salnum en ekki borin út á sjúkra­börum,“ sagði Biles í viðtali í síðustyu viku og bætti við að hún treysti sjálfri sér ekki jafn vel og gerði á árum áður.

Biles hefur stutt við liðsfélaga sína á meðan keppni stendur í Tókýó en ætlar að keppa sjálf á morgun.
Fréttablaðið/EPA