Banda­ríska fim­leika­stjarnan, Simone Biles, segist hafa dregið sig úr liða­keppni kvenna á Ólympíu­leikunum í dag ein­fald­lega vegna þess að hún treysti sér ekki til að keppa and­lega.

Banda­ríska fim­leika­lands­liðið keppti án hennar á þremur áhöldum og endaði í öðru sæti á eftir rúss­nesku stúlkunum sem áttu frá­bært mót.

Í við­tölum eftir mótið viður­kenndi Biles að hún hafi upp­lifað ein­hvers konar kvíða­kast enda mikið álag á henni. Hún hefur verið andlit Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum enda sigursælasta fimleikakona allra tíma.

„Þetta er svo stórt, þetta eru Ólympíu­leikarnir en í lok dags viltu geta gengið ó­studd út úr keppnis­salnum en ekki borin út á sjúkra­börum,“ sagði Biles og bætti við að hún treysti sjálfri sér ekki jafn vel og gerði á árum áður.

„Ég veit ekki hvort það er aldurinn. En ég er stressaðri núna þegar ég keppi í fim­leikum. Ég líka ekki að skemmta mér jafn vel og gerði,“ sagði Biles sem er 24 ára gömul.

Snemma ljóst að eitthvað væri að

Biles hóf keppni á stökki en áður en hún hóf keppni var ljóst að ekki væri allt með felldu er hún skráði sig til keppni með auð­veldari stökk en hún gerir vana­lega.

Banda­ríska stór­stjarnan keppir vanalega með Cheng á stökki, sem arabastökk með hálfum snúningi inn á hestinn og framheljarstökk með beinum líkama og einni á hálfri skrúfu af.

Hún skráði sig hins vegar til keppni í dag með Amanar sem Yurchenko stökk með tveimur og hálfri skrúfu sem gildir 0,2 minna í upphafseinkunn. Í miðju stökki hætti hún hins vegar við seinni skrúfuna og gerði bara eina og hálfa skrúfu og lenti afar illa.

Simone Biles óskaði rússneska liðinu til hamingju með sigurinn þegar úrslitin voru ljós.
Ljósmynd/AFP

Óvissa um fjölþrautarúrslitin á fimmtudaginn

Biles sagði jafn­framt að þjálfarnir hennar hafi stutt al­farið við bakið á henni er hún tók á­kvörðun um að draga sig úr keppni. „Þeir sáu hvað ég var að fara í gegnum og sáu það var ekki þess virði að meiðast yfir ein­hverju svona, þó þetta séu Ólympíu­leikarnir,“ sagði Biles.

Biles er enn skráð í fjöl­þrautar­úr­slitin sem fara fram á fimmtudaginn og þá er hún einnig í úr­slitum á ein­stökum á­höldum um helgina. Hún vildi ekki gefa upp að svo stöddu hvort hún muni keppa meira á Ólympíu­leikunum. „Ég ætla ein­beita mér að minni eigin vel­líðan. Það er margt meira virði í lífinu en fim­leikar,“ sagði Biles í sam­tali við Euro­s­port en the Guar­dian segir frá.