Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á laugardag ásamt Herði Snævar Jónssyni, íþróttastjóra á Torgi.

Rætt var um Stefán Arnarson, þjálfara Fram í handbolta kvenna sem ákveðið hefur að hætta með liðið eftir tímabilið.

Stefán er einn fremsti þjálfari í sögu handboltans á Íslandi og raðað inn titlum í Safamýrinni. „Stefán er frábær þjálfari," sagði Gaupi um kauða.

„Hann var með sænskan leikmann hjá sér sem sagði í viðtali erlendis að hann væri einn besti þjálfari sem hún hefði haft. Hún hafði víða komið við, Stefán er afar snjall. Það er söknuður af honum hjá Fram

„Ef hann vill halda áfram þá fær hann starf, Stefán maður sem margir vilja hafa í vinnu. Skemmtilegur karakter og frábær þjálfari.“

Umræðan er í heild hér að neðan.