Þó nokkur fjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í herbúðum karlaliðs Aston Villa í knattspyrnu, bæði hjá leikmönnum og forráðamönnum liðsins. Æfingu liðsins var aflýst í dag af þeim sökum.

Viðræður eiga sér stað milli Aston Villa og enska knattspyrnusambandsins þessa stundina um hvort smitin verði til þess að leik liðsins gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni sem fram á að fara annað kvöld verið frestað vegna smitanna.

Leik Southampton og Shrewsbury sem var á dagskrá á laugardaginn kemur hefur verið frestað vegna smita hjá Shrewsbury.

Þá mun Derby County senda leikmenn úr U-23 og U-18 ára liðum félagsins til leiks þegar Hrútarnar mæta Chorley um helgina. Wayne Rooney, bráðabirgðarstjóri Derby County, starfsteymi hans og aðallið félagsins er í sóttkví vegna smits í leikmannahópnum.