Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United undirbýr nú lið sitt fyrir komandi átök næsta tímabil sem verður hans fyrsta við stjórnvölinn hjá félaginu. Ten Hag vill að félagið hafi hraðar hendur og landi samningum við varnarmanninn Lisandro Martinez sem og félag hans Ajax.
Frá þessu greinir sérfræðingurinn Fabrizio Romano í færslu á Twitter en Manchester United er ekki eina félagið á eftir Martinez. Keppinautarnir í Arsenal eru það líka.
Martinez vill sjálfur losna frá Ajax og er talið að Manchester United sé það félag sem Martinez vilji helst fara í.
,,Ten Hag vill að Manchester United flýti sér í samningsgerð fyrir Martinez. Leikmaðurinn vill fara frá Ajax, það er alveg ljóst. Ten Hag vill fá Martinez inn um leið og Manchester united eftir innsiglað félagsskipti Malacia og Eriksen," skrifar Romano í færslu á Twitter.
Manchester United er nálægt því að ganga frá samningum við hinn hollenska Tyrell Malacia og þá hafa borist fréttir af því að Christian Eriksen hafi náð munnlegu samkomulagi við forráðamenn félagsins. Hann getur komið á frjálsri sölu.
Erik ten Hag wants Manchester United to be fast on Lisandro Martinez deal. The player is pushing to leave Ajax, he's been very clear - ten Hag wants Lisandro after Malacia and Eriksen. 🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2022
Arsenal are still there, working on Lisandro deal - ten Hag wants him strongly.