Anthony Edward sem var valinn með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2020 baðst í gær afsökunar á hómófóbískum ummælum í myndskeiði sem hann birti á samskiptamiðlinum Instagram um helgina.

Edward sem var í öðru sæti í kosningu á nýliða ársins á síðasta ári birti myndskeið á Instagram-síðu sinni þar sem hann lýsti yfir andúð sinni á hópi léttklæddra karlmanna sem voru að faðmast.

Í myndskeiðinu heyrist hann segja fólki að sjá þennan hóp homma (e. queers) og hvert heimurinn sé kominn.

Edwards biðst afsökunar á ummælunum og segir að þetta sé óásættanlegt hegðun af sinni hálfu. Hann hafi fengið gott uppeldi og eigi að vita betur.

Hinn 21 ára gamli skotbakvörður hefur vakið athygli með frammistöðu sinni hjá Minnesota Timberwolves þar sem hann var með 21,3 stig, 4,8 frákast og 3,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta ári.