Valur sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem beðist var afsökunar á færslu á Twitter-síðu knattspyrnudeildar Vals þar sem fullyrt var að Hannes Þór Halldórsson hefði verið rekinn.

Um leið hefur Valur haft samband við Hannes og beðist afsökunar á þessum skilaboðum.

Í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan segir að um hafi verið að ræða einkahúmor sem hafi ekki átt að fara á samskiptamiðla félagsins og lýsi á engan vegin starfslokum Hannesar hjá félaginu.