Newcastle sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem stuðningsmenn voru beðnir um að klæðast ekki arabískum klæðum á leikjum liðsins ef einstaklingar notist ekki við slíkan klæðnað daglega.

Fjölmargir stuðningsmenn voru klæddir arabískum klæðum á leik Newcastle og Tottenham um helgina sem var fyrsti leikur Newcastle eftir að fjárfestingasjóður frá Sádi-Arabíu keypti félagið.

Í yfirlýsingunni á heimasíðu Newcastle kemur fram að nýju eigendur félagsins hafi ekki móðgast og að þau hafi haft gaman af þessu.

Hinsvegar sé þetta móðgandi fyrir einhverja einstaklinga og fyrir vikið sé þetta ekki boðlegt á leikjum liðsins, nema einstaklingurinn klæðist slíkum klæðum í daglegu lífi.