Lögreglan á Spáni rannsakar nú tildrög bílslyss sem tengist einum af öryggisvörðum portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo sem lenti í bílslysi á bíl kappans sem er metinn á um það bil 300 milljóni íslenskra króna. Slysið átti sér stað á Mallorca á Spáni þar sem Ronaldo dvelur nú í sumarfríi ásamt fjölskyldu sinni. Ökumaður bílsins slapp óskaddaður frá óhappinu en Ronaldo sjálfur var ekki á meðal farþega.

Bíllinn er af gerðinni Bugatti Veyron og var ekið af einum af öryggisverði Ronaldo. Sjónarvottar segja ökumanninn hafa misst stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að hann endaði á vegg á Sa Coma Bunyola svæðinu á Mallorca.

Ronaldo er nú í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni á Mallorca þar sem hann hleður batteríin fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Miklar vangaveltur höfðu verið uppi um framtíð kappans í herbúðum Manchester United en nú er talið næsta víst að hann verði áfram í Manchesterborg og muni þar spila undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Hollendingsins Erik ten Hag.

Það sá á bifreiðinni
Mynd: Skjáskot