Spánverjinn staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag en á sama degi var tilkynnt að Bryson DeChambeau hafi einnig greinst með Covid-19.

Fyrir vikið verða hvorki Rahm né DeChambeau meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Ríó.

Þetta er í annað sinn í sumar sem Rahm greinist með Covid-19 en honum var tilkynnt eftir þriðja hringinn á Memorial-mótinu í byrjun júní að hann hefði greinst með kórónaveiruna.

Þá var spænski kylfingurinn nýbúinn að slá vallarmet og var með sigurinn vísann fyrir lokahringinn en þurfti að draga sig úr keppni.

Í aðdraganda Memorial-mótsins var Rahm bólusettur en bóluefnið var ekki búið að ná fullri virkni í tæka tíð.

Tveimur vikum seinna tókst Rahm að vinna sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.

Eftir að hafa lent í fjórða sæti á Opna breska meistaramótinu komst Rahm í fyrsta sæti á heimslistanum í golfi.