Sturla Snær Snorrason náði besta árangri ferilsins í Suður-Kóreu í dag þegar hann var í fimmtánda sæti í svigi.

Mótið var hluti af Asíubikarmótunum og fór fram í YongPyong og Bears Town í Suður-Kóreu.

Sturla náði fimmtánda sæti í sviginu í dag sem skilar honum 26.99 FIS stigum. Er það besti árangur Sturlu á einu móti og mun hann taka stórt stökk upp heimslista FIS með því.

Í gær náði Sturla svo 29. sæti í svigi og hlaut fyrir það 52.68 FIS stig.  Á þriðjudaginn var hann í 39. sæti í stórsvigi og hlaut fyrir það 70.03 FIS stig.

Hann náði því að klára þrjú mót af fjórum í Suður-Kóreu en er væntanlegur aftur til Evrópu á næstu dögum.