Alexia Putellas, miðjumaður spænska landsliðsins og Barcelona, meiddist á æfingu spænska landsliðsins í dag, degi fyrir opnunarleik Evrópumótsins.

Putellas hefur verið ein besta knattspyrnukona heims undanfarin ár og var valin besti leikmaður ársins í fyrra af FIFA, UEFA og á Balon d'Or verðlaunahátíðinni.

Spænska liðið mætir Finnum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu næsta föstudag.

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að um sé að ræða tognun sem gæti komið í veg fyrir þátttöku Putellas á mótinu.

Hún varð á dögunum fyrsta konan til að leika hundrað landsleiki fyrir Spán og er besti leikmaður spænska liðsins sem þykir sigurstranglegt í aðdraganda mótsins.