Norski framherjinn Ada Hegerberg sem leikur með Lyon fagnar því að fá íslenska landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur aftur á æfingarsvæði Lyon í færslu í dag.

Sara Björk er að hefja æfingar með franska stórveldinu á næstu dögum eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt um miðjan nóvembermánuð.

Hegerberg sem hlaut Gullboltann (e. Ballon d'Or) fyrst kvenna árið 2018 er sjálf tiltölulega nýkomin af stað á ný eftir erfið meiðsli. Hegerberg sleit krossband í ársbyrjun 2020 og á því enn eftir að leika við hlið Söru.

Landsliðsfyrirliðinn lék síðast fyrir Lyon þann 10. mars í 3-1 sigri á Bröndby í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en hún varð fyrst Íslendinga til að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2020.

Færsluna má sjá hér.