Bernardo Silva var í kvöld valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Manchester City af liðsfélögum sínum og hafði þar betur gegn Raheem Sterling.

Portúgalski landsliðsmaðurinn var einn af bestu leikmönnum Manchester City sem vann þrefalt heimafyrir, ensku deildina, bikarinn og deildarbikarinn.

Fjölmiðlamenn á Englandi kusu Raheem Sterling besta leikmann tímabilsins á Englandi en liðsfélagar hans kusu Bernando besta leikmann tímabilsins á sigurhátíð í kvöld.

Karla- og kvennalið félagsins fögnuðu góðum árangri í dag í skrúðgöngu þeim til heiðurs áður en fagnaðarlætin héldu áfram á æfingarsvæði félagsins.

Kvennalið Manchester City vann tvöfalt í ár, enska bikarinn og enska deildarbikarinn.