Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir á Evrópumóti kvenna með laglegu skallamarki í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var tólfta mark Berglindar fyrir Ísland.

Eyjamærin var búin að brenna af vítaspyrnu fyrr í leiknum en bætti upp fyrir það með snyrtilegu skallamarki á upphafsmínútum seinni hálfleiks.

Með því varð Berglind fimmta konan til að ná því að skora fyrir Íslands hönd á stórmóti á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, Fanndísi Friðriksdóttur, Hólmfríði Magnúsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur.