Íslenski boltinn

Berglind Björg komst upp að hlið Söndru Maríu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar.

Berglind Björg í leik með Breiðabliki. Mynd/Fréttablaðið

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. 

Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Söndru Maríu Jessen, sóknarmanni Þórs/KA, en þær hafa hvor um sig skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar í sumar.

Breiðablik jafnaði Þór/KA að stigum á toppi deildarinnar með sigrinum gegn HK/Víkingi, en liðin hafa bæði fullt hús stiga og eru með þriggja stiga forskot á Val og Stjörnuna sem eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með sex stig.

Það er þvi útlit fyrir harða baráttu bæði um markadrottningatitilinn sem og hvaða lið hreppir Íslandsmeistaratitilinn í haust.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Magni sendi ÍR niður um deild

Íslenski boltinn

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Handbolti

Fram fer vel af stað

Auglýsing

Nýjast

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Afturelding og Grótta fara upp

Birgir og Ólafía náðu bæði niðurskurði

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing