Íslenski boltinn

Berglind Björg komst upp að hlið Söndru Maríu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar.

Berglind Björg í leik með Breiðabliki. Mynd/Fréttablaðið

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. 

Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Söndru Maríu Jessen, sóknarmanni Þórs/KA, en þær hafa hvor um sig skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar í sumar.

Breiðablik jafnaði Þór/KA að stigum á toppi deildarinnar með sigrinum gegn HK/Víkingi, en liðin hafa bæði fullt hús stiga og eru með þriggja stiga forskot á Val og Stjörnuna sem eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með sex stig.

Það er þvi útlit fyrir harða baráttu bæði um markadrottningatitilinn sem og hvaða lið hreppir Íslandsmeistaratitilinn í haust.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Íslenski boltinn

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Var sendur heim og afþakkaði svo silfurmedalíu

Auglýsing