Íslenski boltinn

Berglind Björg komst upp að hlið Söndru Maríu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar.

Berglind Björg í leik með Breiðabliki. Mynd/Fréttablaðið

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, skoraði eitt marka liðsins þegar liðið sigraði nágranna sína, HK/Víking, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. 

Berglind Björg er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Söndru Maríu Jessen, sóknarmanni Þórs/KA, en þær hafa hvor um sig skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar í sumar.

Breiðablik jafnaði Þór/KA að stigum á toppi deildarinnar með sigrinum gegn HK/Víkingi, en liðin hafa bæði fullt hús stiga og eru með þriggja stiga forskot á Val og Stjörnuna sem eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með sex stig.

Það er þvi útlit fyrir harða baráttu bæði um markadrottningatitilinn sem og hvaða lið hreppir Íslandsmeistaratitilinn í haust.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Íslenski boltinn

Ísland kláraði mótið með sannfærandi sigri

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing