Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið kölluð inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í Algarve-bikarnum.

Berglind kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd.

Íslenska liðið kom til Algarve í gær. Fyrsti leikur þess er gegn Danmörku á miðvikudaginn. Ísland er einnig með Japan og Hollandi í riðli.

Berglind er gengin aftur í raðir Breiðabliks eftir nokkurra mánaða dvöl hjá ítalska félaginu Verona sem stóð ekki undir væntingum.

Berglind hefur leikið 30 landsleiki og skorað tvö mörk.