Mörg fé­lög í ensku úr­vals­deildinni vilja að Manchester City verði sparkað úr deildinni verði fé­lagið sak­fellt í á­kærum er snúa að mögu­legum brotum á reglum um fjár­mál fé­laga.

Frá þessu greinir Sky Sports en í gær var greint frá því að enska úr­vals­deildin hefði á­kært Manchester City í yfir 100 liðum en deildin sakar fé­lagið um að fara á svig við reglur um fjár­mál fé­laga.

Ka­veh Sol­hekol segir þau fé­lög sem hafi beitt hvað mestum þrýstingi á ensku úr­vals­deildina, um að gera eitt­hvað í málinu áður en á­kærurnar birtust í gær, hafa verið á meðal sex stærstu fé­laga deildarinnar.

Í yfir­lýsingu frá Manchester City í gær sagðist fé­lagið vera hissa á á­kærunum, sem snúa að meintum brotum á árunum 2009-2018.

Harðasta refsingin sem enska úr­vals­deildin gæti gripið til í þessu máli, fari svo að Manchester City verði sak­fellt, væri að sparka fé­laginu úr deildinni og segist Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það væri ekkert sem myndi skylda English Foot­ball Leagu­e, um­sjónar­aðila neðri deildanna til þess að taka við Manchester City .

Ka­veh, blaða­maður Sky Sports, segir til­finninguna innan ensku úr­vals­deildarinnar vera á þá leið að sú lausn að taka titlana sem Manchester City vann á um­ræddum tíma­bilum yrði merkingar­laus. Slík lausn myndi að­eins skapa glund­roða og þá segir hann um­ræðuna um mögu­lega peninga­sekt vera á þá leið að hún myndi ekki hafa mikil á­hrif.

Það muni ekki vera mikil sam­úð í garð Manchester City ef fé­lagið verður sak­fellt í ein­hverjum af þessum á­kæru­liðum. Fé­lagið hefur orðið Eng­lands­meistari sex sinnum á síðustu ellefu árum.

Kieran Maguire, sér­­­fræðingur um fót­­bolta­fjár­­mál telur ó­­lík­­legt að það fari svo að enska úr­­vals­­deildar­­fé­lagið Manchester City verði fellt niður um deild fari svo að fé­lagið verði sak­­fellt í á­kæru ensku úr­­vals­­deildarinnar.

„Það yrði erfitt að rétt­læta á­kvörðun um að fella fé­lagið niður um deildir nema sýnt væri fram á kerfis­bundnar til­raunar til þess að rang­færa fjár­mál fé­lagsins,“ sagði Kieran Maguire, sér­fræðingur um fót­bolta­fjármal í sam­tali við BBC Radio.