Franski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Karim Benzema, sem leikur með spænska efstudeildarliðinu Real Madrid er með kórónaveiruna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Real Madrid en Benzema er nýkominn aftur til æfinga hjá spænska liðinu eftir sumarfrí.

Greindist Benzema með veiruna við komuna til Madrídar.

Benzema skoraði fjögur mörk fyrir franska landsliðið í lokakeppni Evróumótsins í sumar en hann snéri aftur í franska liðið á mótinu eftir sex ára fjarverju frá landsliðsverkefnum.