Karim Benzema, sóknarmaður karlaliðs Real Madrid í fótbolta hefur verið fundinn sekur um hlutdeild í tilraun til fjárkúgunar.

Benzema er dæmdur fyrir að hóta Mathieu Valbuena, fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá franska landsliðinu að kynlífsmyndbandi af honum verði lekið á veraldarvefinn greiði hann ekki ákveðna upphæð.

Auk þess að fá refsingu sem hjóðar upp á eins árs skilorðsbundið fangelsi fékk framherjinn 75.000 evrur í fjársekt.

Benzema, sem neitaði sök í málinu, er í leikmannahópi Real Madrid sem leikur gegn Sheriff Tiraspol í Moldóvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.