Tveir menn á vespum, köstuðu bensínsprengjum að bar MMA-bardagakappans Conor McGregor sem staðsettur er í Dyflinni á Írlandi. Atvikið átti sér stað um síðustu nótt, nokkrum klukkustundum eftir að McGregor sjálfur hafði verið á staðnum.
Lögreglan í Dyflinni rannsakar nú málið en talið er að tvær rörasprengjur hafi einnig verið skyldar eftir á vettvangi.
McGregor keypti húsnæðið árið 2019 en það er staðsett á Drimnagh Road í Crumlin, úthverfi Dyflinnar. Hann opnaði þar barinn Black Forge inn.
Lögreglan hefur biðlað til vitan sem kunna að búa yfir vitneskju um atvikið eða öðrum sönnunargögnum á borð við myndir eða myndbönd, að gefa sig fram.
Betur virðist fara hafið en á horfðist, ekkert manntjón varð af völdum sprengjunnar og þá voru skemmdir sem hlutust af völdum hennar á barnum sjálfum minniháttar.