Meistaradeildin

Ben Yedder henti United úr Meistaradeildinni

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-2 tap fyrir Sevilla á Old Trafford. Roma tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar með 1-0 sigri á Shakhtar Donetsk.

Wissam Ben Yedder fagnar öðru marki sínu gegn United. Fréttablaðið/Getty

Varamaðurinn Wissam Ben Yedder skoraði bæði mörk Sevilla sem vann 1-2 útisigur á Manchester United í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Ben Yedder kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, í stöðunni 0-0. Tveimur mínútum síðar kom hann Sevilla yfir og á 78. mínútu bætti hann öðru marki við.

Romelu Lukaku klóraði í bakkann sex mínútum fyrir leikslok en það var ekki nóg. United hefði þurft að skora tvö mörk til viðbótar til að fara áfram.

Í hinum leik kvöldsins vann Roma 1-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Edin Dzeko skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. 

Shakhtar vann fyrri leikinn 2-1 en útivallarmarkið sem Cengiz Ünder skoraði reyndist Rómverjum dýrmætt þegar uppi var staðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Meistaradeildin

Skorað í 11 Meistara­deildar­leikjum í röð

Meistaradeildin

Sér ekki eftir því að hafa hafnað gylliboði Chelsea

Meistaradeildin

Leikmaður City óskar eftir VAR

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

HM 2018 í Rússlandi

Engin æfing hjá landsliðinu í dag

HM 2018 í Rússlandi

Alfreð upp að hlið Arnórs og Ríkharðs

HM 2018 í Rússlandi

Heimir segir stigið gegn Argentínu verðskuldað

HM 2018 í Rússlandi

Birkir fékk treyjuna hjá Messi

Auglýsing