Belgíska pressann er sögð hafa snúist gegn stórstjörnu belgíska landsliðsins, miðjumanninum Kevin De Bruyne sem er jafnframt leikmaður Manchester City. De Bruyne er harðlega gagnrýndur í belgískum miðlum í dag eftir frammistöðu hans með Belgíu gegn Marokkó á HM í Katar í gær.
Belgía tapaði nokkuð sannfærandi gegn Marokkó í gær og er De Bruyne sagður andlaus og þá hafa ummæli hans, um að belgíska landsliðið sé of gamalt til að vinna HM, ekki farið vel í belgísku þjóðina.
De Standaard biðlar til einhvers að vekja Kevin De Bruyne af værum svefni í nýjasta blaði sínu en Belgarnir eiga hættu á að komast ekki upp úr riðli sínum á HM.
Þá slær HLN því upp í fyrirsögn á frétt sinni að De Bruyne hafi tapað boltanum 27 sinnum í leiknum gegn Marokkó.
Þá hefur mynd af liðsfundi belgíska landsliðsins fyrir leikinn gegn Marokkó í gær vakið mikla athygli en hana má sjá hér fyrir neðan:
