Belgíska kvennalandsliðið kom Söndru Sigurðardóttur og Ólafi Péturssyni, markmannsþjálfara á óvart í leik liðanna á dögunum að senda Justine Vanhaevermaet á vítapunktinn í stað Tessa Wullaert.

Vanhaevermaet skoraði jöfnunarmark Belga um miðbik seinni hálfleik úr vítaspyrnu en það reyndist síðasta mark leiksins.

Ólafur spjallaði við Fréttablaðið í vikunni um fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu.

„Við vorum búin að undirbúa okkur og skoða vítin þeirra og allt svoleiðis. Í fyrsta lagi skiptu þær um vítaskyttu, hún(innsk. Justine Vanhaevermaet) er ekki vön að taka þær.“ sagði Ólafur, aðspurður út í mark Belga í leiknum.

Fyrirliðinn Wullaert tekur yfirleitt vítaspyrnurnar hjá Belgum.

„Við vorum samt búin að skoða hana. Hún er í raun vön að skjóta boltanum hægra megin við markmanninn en hún breytti til. Stundum borgar þetta sig, stundum ekki.“