Knapinn Christop­he Soumill­on má teljast heppinn að at­hæfi sitt kostaði ekki keppi­naut hans, Rossa Ryan lífið í veð­hlaupa­keppni sem þeir tóku þátt í á dögunum.

Soumill­on beitti fanta­brögðum í keppninni sem náðust á mynd­skeið en á mynd­skeiðinu sést hann ýta Rossa Ryan af veð­hlaupa­hesti sínum þeim þeim af­leiðingum að hann fór margar byltur á grasinu.

Til er ný­legt og sam­bæri­legt dæmi frá Ekvador þar sem knapi var dæmdur í lífs­tíðar­bann eftir að hafa ýtt keppi­naut sínum af hesti sínum og þvi má Soumill­on teljast ansi heppinn með að sleppa að­eins með tveggja mánaða bann.

Bannið tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 14. októ­ber næst­komandi og því er Soumill­on frjálst að taka þátt á Arc de Triomp­he risa­mótinu á sunnu­daginn. Ryan slapp án teljandi meiðsla sem betur fer og ljóst að mun verr hefði geta farið.