Beiðni Benjamin Mendy um að fá lausn frá fangelsisvist gegn greiðslu tryggingar á meðal mál hans verður tekið fyrir af dómstólum í Englandi var hafnað í þriðja sinn í dag.

Mendy var handtekinn í haust, sakaður um þrjár nauðganir og kynferðislegt ofbeldi í garð annarar konu. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur.

Mál hans verður tekið fyrir þann 24. janúar næstkomandi og er búist við því að það standi yfir í 2-3 vikur samkvæmt grein The Athletic.

Bakvörðurinn sem var á sínum tíma dýrasti varnarmaður heims er enn samningsbundinn Manchester City en var settur í bann frá störfum á meðan mál hans er tekið fyrir.