Sir David Beckham, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og nú sendiherra Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem fer fram í Katar þessa dagana, þurfti að yfirgefa lúxus hótelið sem hann gisti á í ríkinu.

Þetta kemur fram í frétt Daily Mail þar sem segir að stuðningsmenn og aðdáendur Beckham hafi fundið út hvar hann væri að gista á meðan á mótinu stæði en umrætt hótel heitir Mandarin Oriental og er það í Doha.

Heimildarmaður innan hótelkeðjunnar sagði Beckham hafa yfirgefið hótelið um síðustu helgi en óvíst er hvort hann hafi haldið heim eða verði lengur í Katar.

Daily Mail hefur eftir heimildarmanni sínum að Beckham hafi verið mjög vel liðinn hjá starfsfólki hótelsins, hann hafi sýnt af sér góðan þokka og virðingu.

Beckham hefur sjálfur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér stöðu sendiherra HM í Katar, ríki þar sem aðbúnaður farandverkamanna er ekki góður og hinseginleiki er bannaður samkvæmt lögum.