Knattspyrnugoðsögnin David Beckham verður andlit auglýsinga snakkfyrirtækisins Doritos í kringum Heimsmeistaramótið í Katar síðar á þessu ári, ásamt fyrrum NFL-kappanum Peyton Manning.

Beckham er nú þegar sendirherra fyrir Katar í kringum mótið. Fyrir það fær hann um tvo milljarða íslenskra króna. Nú bætast um 100 milljónir við þá upphæð fyrir þátttöku hans í auglýsingum Doritos.

Beckham er auðvitað einn frægasti knattspyrnumaður allra tíma. Hann gerði garðinn frægan með liðum á borð við Manchester United og Real Madrid. Þá átti Englendingurinn stóran þátt í uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum með dvöl sinni hjá Los Angeles Galaxy þar í landi.

Peyton Manning, fyrrum NFL-kappi
Fréttablaðið/Getty Images

Einhverjar gagnrýnisraddir hafa heyrst í garð Beckham vegna þess hversu áberandi hann er í kringum mótið í Katar. Mannréttindi þar í landi eru oft fótum troðin.

Manning, sem er 46 ára gamall, gerði garðinn frægan með Indianapolis Colts og Denver Broncos í NFL-deildinni.

HM í Katar hefst 20. nóvember og lýkur því 18. desember.