Knattspyrnugoðsögnin David Beckham tók fram skóna og tók þátt í æfingu með leikmönnum úr unglingaakedemíu Inter Miami á dögunum.

Beckham sem er 45 ára var um tíma einn af bestu leikmönnum heims en hann lék með Manchester United, Real Madrid, LA Galaxy, AC Milan og PSG á 21 ára leikmannaferli.

Í dag er Beckham hluthafi í tveimur knattspyrnuliðum, Salford City á Englandi ásamt fyrrum liðsfélögum sínum í Manchester United og einn af eigendum Inter Miami sem er lið í MLS-deildinni.

Englendingurinn er andlit Inter Miami og vakti því athygli að sjá hann draga fram knattspyrnuskónna á ný og sýna yngri leikmönnum liðsins að það eru enn nóg af hæfileikum til staðar.