Fyrrverandi fyrirliði enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, er áttundi leikmaðurinn sem tekinn er inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.

Auk Beckham eru Alan Shearer, Thierry Henry, Eric Cantona, Roy Keane, Frank Lampard, Dennis Bergkamp og Steven Gerrard í frægðarhöllinni.

Beckham lék í níu keppnistímabil með Manchester United og varð enskur meistari sex sinnum.

Fyrsti leikur Beckham fyrir félagið var árið 1995 og eftir að hafa skorað 62 mörk og lagt upp 80 í 265 leikjum hélt hann í herbúðir Real Madrid árið 2003.