Beckham hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandi sínu Bretlandi fyrir að hafa tekið verkefnið að sér. Talið er að samningurinn sem hann gerði við mótshaldara hljóði meðal annars upp á greiðslu til hans sem nemur tæpum 277 milljónum dollara, eða því sem jafngildir tæpum 36 milljörðum íslenskra króna.

Beckham verður eitt af andlitum Heimsmeistaramótsins í Katar en það verður haldið í skugga mikilla umræðna um mannréttindi í landinu. ,,Árangur Katar hvað mannréttindi varðar veldur áhyggjum, allt frá vondri meðferð á innfluttu vinnuafli til skerðingar á tjáningarfrelsi og andúð á samkynja hjónaböndum,“ segir í yfirlýsingu frá Sacha Deshmukh, framkvæmdarstjóra Amnesty International í Bretlandi.

Sacha segir það ekki koma sér á óvart að Beckham vilji vera viðloðandi knattspyrnuviðburð af þessari stærðargráðu en hún vill að hann afli sér þekkingar um það grafalvarlega ástand sem varða mannréttindi í Katar og miðli þeirri þekkingu.

,,Slæm meðferð Katar á innfluttu vinnuafli, fólkinu sem sér til þess að ríkið geti haldið Heimsmeistaramótið er mjög truflandi,“ segir í yfirlýsingu Sacha Deshmukh, framkvæmdarstjóra Amnesty International í Bretlandi.