Forseti Bayern staðfesti að Arsene Wenger hefði haft samband til að lýsa yfir áhuga á að taka við þýska félaginu en að þýska félagið ætlaði að leita annað.

Bayern er í þjálfaraleit eftir að Niko Kovac var sagt upp um helgina, nokkrum dögum eftir neyðarlegt 1-5 tap Bæjara gegn Frankfurt.

Fyrir vikið er Bayern í þjálfaraleit og hafa flest stærstu nöfn heimsins verið orðuð við félagið, þar á meðal hinn sjötugi Wenger en félagið sagði hann ekki koma til greina.

„Arsene Wenger hafði samband við Karl Heinz-Rummenigge og lýsti yfir áhuga á því að taka við Bayern. Félagið ber mikla virðingu fyrir störfum hans hjá Arsenal en hann kemur ekki til greina að svo stöddu.“