UFC bar­daga­kappinn Leon Edwards skráði nafn sitt í sögu­bækurnar í Bret­landi með því að vera að­eins annar Bretinn til þess að verða meistari. Baulað var á Edwards er hann barðist á heima­velli gegn Gunnari Nel­son í Lundúnum árið 2019 en nú snýr hann heim frá Banda­ríkjunum sem þjóð­hetja.

Edwards lagði Kamaru Us­man af velli um ný­liðna helgi á bar­daga­helgi UFC í Salt Lake City. Þessi þrí­tugi Breti frá Birming­ham var með bakið upp við vegg fyrir síðustu lotuna og þurfti á ein­hverju sér­stöku að halda til þess að vinna bar­dagann. Þegar rúm mínúta var eftir af síðustu lotunni náði hann virki­lega góðu há­sparki á Us­man sem varð til þess að hann féll til jarðar og rotaðist.

Hreint út sagt magnaður sigur Edwards sem var fyrir bar­dagann talinn ó­lík­legur til sigurs enda Us­man unnið 19 bar­­daga í röð og varið titil sinn í velti­vigtar­­deildinni fimm sinnum.

Leon Edwards er nýr veltivigtar meistari UFC
Fréttablaðið/GettyImages

Á útivelli á heimavelli

Edwards mætti Gunnari Nel­son í bar­daga­búrinu í Lundúnum árið 2019 í bar­­daga sem Edwards vann á klofinni dómara­á­­kvörðun og er það í eina skiptið á UFC ferli hans sem hann hefur unnið bar­­daga á klofinni á­­kvörðun. Gunnar hefur á­vallt verið vel liðinn í Evrópu og þá sér­stak­lega á Bret­lands­eyjum sem og Ír­landi í tengslum við sam­starf sitt við SGB Ireland, þjálfarann John Kavanagh sem og Conor McGregor. Þá þykir Gunnar einkar við­kunnan­legur maður og stíll hans í UFC frá­brugðinn flestum öðrum.

Það sást greini­lega í Lundúnum þar sem O2-höllin var al­gjör­lega á bandi Gunnars en baulað var á heima­manninn Edwards. Sá síðar­nefndi hefur hins vegar unnið sig inn í hug og hjörtu heima­manna sem hefðu væntan­lega stutt hann á­fram í öllum öðrum bar­dögum fyrir utan bar­dagann gegn Gunnari.

Gunnar og Edwards mættust í bardagabúrinu á vegum UFC í mars árið 2019
Fréttablaðið/GettyImages