Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur CBS og SkySports, bauð stórstjörnunni LeBron James, leikmanni Los Angeles Lakers sem á hlut í enska knattspyrnufélaginu Liverpool, að koma að útsendingu CBS frá úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í París.
„LeBron, ef þú vilt koma til París getur þú komið með okkur hjá CBS teyminu. Ég skal bjóða þér með mér að hliðarlínunni og við stöndum saman og styðjum Liverpool til sigurs í úrslitaleiknum. Þú ert velkominn,“ sagði Carragher þegar hann bauð LeBron á leikinn í beinni útsendingu.
Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. 👀 pic.twitter.com/JjesSngZ3S
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022
LeBron keypti tvö prósent hlut í Liverpool fyrir ellefu árum síðan og var að fylgjast með leik liðsins gegn Villareal í gærkvöld.
Á sama tíma hefur hlutur LeBrons í félaginu margfaldast í virði.
PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC 👏🏾👏🏾👏🏾👏🏾👏🏾👏🏾🔴🔴🔴🔴🔴🔴
— LeBron James (@KingJames) May 3, 2022