Rúmlega fimmtán hundruð manns hringdu inn og lýstu yfir óánægju sinni yfir óviðeigandi sýningu Shakiru og Jennifer Lopez í hálfleik Superbowl.

Shakira og Jennifer Lopez sáu um skemmtiatriðið í úrslitaleik NFL-deildarinnar þetta árið þegar Superbowl fór fram í Miami.

Dave Daubenmire, prestur frá Ohio tilkynnti á Facebook eftir leik að hann ætlaði sér að kæra NFL deildina um 867 trilljarða á grundvelli þess að hann gæti verið á leiðinni til helvítis eftir að hafa horft á hluta af sýningunni.

Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna bárust yfir 1500 kvartanir þar sem flestir voru að kvarta undan klæðnaði söngvaranna.

Einnig var kvartað undan kynferðislegum danstöktum og hvernig myndatakan lagði áherslu á kynfæri söngkvennana.

Flestir sem sendu inn kvörtun voru sammála um að sýningin hefði ekki verið hæf börnum og að réttast hefði verið að vara við sýningunni.