Spánn og Barein mættust í síðasta leiknum í fyrstu umferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í kvöld. 

Spánverjar báru sigurorð í leiknum 33-23, en Barein sýndi mikla þrautseigju framan af í leiknum og frammistaða liðsins var framar vonum. 

Nú þegar fyrstu umferð er lokið hafa Makedónar, Spánverjar og Króatar tvö stig hvert lið, en Ísland, Barein og Japan eru án stiga. 

Næsta umferð riðilsins verður leikin á sunnudaginn kemur, en þar leika Íslendingar og Spánn, Japan og Króatía og loks Barein og Makedónía.