Handbolti

Bareinar stóðu í Spánverjum framan af

Spánn fór með nokkuð þægilegan 33-23 sigur af hólmi þegar liðið mætti Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans hjá Barein í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld.

Aron Kristjánsson gefur leikmönnum Barein skipanir af hliðarlínunni í leik liðsins gegn Spáni í kvöld. Fréttablaðið/AFP

Spánn og Barein mættust í síðasta leiknum í fyrstu umferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í kvöld. 

Spánverjar báru sigurorð í leiknum 33-23, en Barein sýndi mikla þrautseigju framan af í leiknum og frammistaða liðsins var framar vonum. 

Nú þegar fyrstu umferð er lokið hafa Makedónar, Spánverjar og Króatar tvö stig hvert lið, en Ísland, Barein og Japan eru án stiga. 

Næsta umferð riðilsins verður leikin á sunnudaginn kemur, en þar leika Íslendingar og Spánn, Japan og Króatía og loks Barein og Makedónía. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing