Íslenskir áskrifendur Stöð 2 sport geta ekki séð bardaga Conor McGregor og Donald Cerrone því stöðin hefur misst sýningarréttinn á UFC. MMA fréttir greina frá. Þar segir að Stöð 2 sport hafi sýnt UFC síðan 2014 og hefur gert íþróttinni góð skil með þáttum eins og Búrinu og öðrum þáttum. Samningurinn rann út um áramótin og vildi stöðin endurnýja samninginn enda töluverður áhugi á íþróttinni hér á landi. Samkvæmt MMA fréttum náðust samningar þó ekki og verður því UFC 246 ekki sýnt hér á landi.