Barcelona hefur selt 25% hlut í Barca Studios. Þetta er gert til að hjálpa félaginu við að skrá nýja leikmenn. Socios.com, sem er vettvangur til að selja rafmyntir, kaupir hlutinn.

Barca Studios sér um hljóð- og myndbandsefni fyrir Barcelona.

Socios.com greiðir Börsungum 100 milljónir evra, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna, fyrir hlutinn.

Barcelona hefur farið frumlegar leiðir til að afla sér tekna í sumar, til að bæði kaupa og skrá nýja leikmenn.

Á dögunum seldu Börsungar hluta framtíðar sjónvarpstekna sinna í annað sinn á skömmum tíma. Félagið hefur selt 25 prósent af sjónvarpstekjum sínum til næstu 25 ára.

Fyrr í sumar fór Barcelona þá í samstarf með Spotify, sem veitir félaginu 280 milljónir evra. Spotify verður bæði framan á treyjum félagsins næstu árin. Auk þess heitir heimavöllur Barcelona, Camp Nou, nú Spotify Camp Nou.

Í sumar hefur Barcelona fengið til liðs við sig stjörnur á borð við Robert Lewandowski, Raphinha og Jules Kounde, svo eitthvað sé nefnt.