Handbolti

Barcelona komið í úrslit á HM

Barcelona var rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta karla með 37-30 sigri sínum í leik gegn franska liðinu Montpellier í undanúrslitum.

Barcelona hafði betur gegn Montpellier í leik liðanna í dag. Mynd/Twitter-síða Barcelona

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona þegar liðið lagði franska liðið Montpellier að velli, 37-30, í undanúrslitum í heimsmeistaramóti félagsliða í handbolta karla sem fram fer í Doha í Katar þessa dagana.

Barcelona sem er sigursælasta liðið í sögu mótsins og ríkjandi meistari mætir annað hvort Bjarka Má Elíssyni og samherjum hans hjá þýska liðinu Füchse Berlin eða Al Sadd frá Katar í úrslitum mótsins.

Füchse Berlin og Al Sadd mætast í seinni undanúrslitaleiknum seinna í dag, en þýska liðið hefur tvisvar sinnum borið sigur úr býtum á mótinu. 

Þá mættust Barcelona og Füchse Berlin í úrslitaleik mótsins á síðasta keppnistímabili og því gætu sömu lið mæst í úrslitum á nýjan leik þegar leikið verður til úrslita á föstudaginn kemur.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Auglýsing

Nýjast

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing