Barcelona fær heimild til að bæta við framherja þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé lokaður eftir að Ousmane Dembele og Luis Suarez meiddust á dögunum.

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að spænska deildin sé búin að gefa grænt ljós á að Börsungar bæti við leikmanni þrátt fyrir að leikmannaglugginn sé lokaðu

Tímabili Dembele er lokið og er ljóst að Luis Suarez verður frá næstu mánuðina. Því óskaði Barcelona eftir því að bæta leikmanni við 25 manna leikmannahóp liðsins.

Börsungar fá tvær vikur til að semja við leikmann og geta aðeins samið við einn leikmann innan spænsku deildarinnar eða sem er samningslaus.