Enski boltinn

Barátta við að forðast fallið

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City eru mættir aftur í ensku úrvalsdeildina. Þeirra bíður erfitt verkefni að halda sér uppi.

Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff fyrr í sumar. Fréttablaðið/Getty

Aron Einar Gunnarsson endurnýjar kynni sín við ensku úrvalsdeildina með liði sínu, Cardiff City, en félagið tryggði sér sæti í deildinni í vor eftir fjögurra ára veru í B-deildinni. Aron Einar var í nokkuð stóru hlutverki síðast þegar liðið var í deild þeirra bestu, en hann spilaði þá 23 leiki og skoraði eitt mark í þeim leikjum.

Aron Einar spilaði með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, án þess að hafa jafnað sig að fullu eftir aðgerð sem hann fór í vegna ökklameiðsla sinna. Því er líklegt að hann verði vafinn inn í bómull í fyrstu leikjum liðsins og hlutverk hans í liðinu muni svo verða stærra þegar hausta fer.

Hann fékk samkeppni um stöðu sína inni á miðsvæðinu þegar spænski miðvallarleikmaðurinn Victor Cam­arasa kom til liðsins frá Real Betis og Harry Arter frá Bournemouth, en annars hefur Neil Warnock leitað til fyrrverandi keppinauta sinna í B-deildinni í leit sinni að styrkingu á leikmannahópnum.

Búast má við því að Aron Einar og liðsfélagar hans muni berjast í bökkum deildarinnar og markmiðið verði að verða nær miðjunni en fallsvæðinu. Liðið er með reyndan knattspyrnustjóra sem þekkir deildina vel og þá kúnst að sleppa við falldrauginn. Stundum hefur það tekist og stundum ekki og vonum við að það heppnist að þessu sinni.

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Enski boltinn

Jose Mourinho sleppur við kæru

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Auglýsing