Brasilíska knattspyrnugoðsögnin þakkar þeim sem sendu honum stuðnings- og batakveðjur á dögunum þegar að greint var frá því að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús.
Margir óttuðust um ástand hins 82 ára gamla Pelé en ESPN greindi frá því að miklar bólgur hefðu myndast á líkama hans en Pelé segir að aðeins hafi verið um að ræða mánaðarlega heimsókn á spítalann þar sem vel er fylgst með honum.
Í færslu á samfélagsmiðlum þakkar Pelé, Katörum fyrir fallegan virðingarvott í sinn garð en mynd af Péle var varpað á byggingu í Doha á dögunum.
,,Það er alltaf gaman að sjá svona jákvæðar kveðjur í sinn garð."
Pelé er talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum.